Fótbolti

Slæmur dagur hjá gömlu Blikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron lék vel með Breiðabliki áður en hann var seldur til Újpest í Ungverjalandi.
Aron lék vel með Breiðabliki áður en hann var seldur til Újpest í Ungverjalandi. vísir/bára
Aron Bjarnason og Kolbeinn Þórðarson léku sína fyrstu leiki fyrir Újpest og Lommel í kvöld. Breiðablik seldi þá báða í síðasta mánuði.

Aron kom inn á sem varamaður á 74. mínútu þegar Újpest tapaði, 1-3, fyrir Puskás Akadémia í 1. umferð ungversku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður þegar níu mínútur voru eftir í 0-2 tapi Lommel fyrir Westerlo í 1. umferð belgísku B-deildarinnar.

Stefán Gíslason er þjálfari Lommel og stýrði liðinu í fyrsta sinn í keppnisleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×