Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:08 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir afsökunarbeiðnir sínar gilda áfram varðandi ummæli sem hann lét falla á upptökunum sem gerðar voru á barnum Klaustur síðastliðið haust. Þetta sagði hann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort tónninn í máli hans væri orðinn harðari frá því hann baðst afsökunar á gjörðum sínum þegar málið kom upp fyrst. Þáttastjórnandi Sprengisands, Kristján Kristjánsson, sagði tón Gunnars Braga í athugasemdum hans til forsætisnefndar mun harðari og bera þess merki að hann sæi ekki eftir þessu. Gunnar sagði línuna aðeins harðari nú en þegar málið kom upp fyrst en engu að síður gildi þær afsökunarbeiðnir áfram sem hann hafði strax uppi eftir að málið kom upp.Atriði slitin úr samhengi Hann sagði sína gagnrýni snúa alfarið að því pólitíska ferli sem málið hefði farið í. Samhengið hafi orðið skýrara, klippurnar sem fjölmiðlar nýttu voru settar í samhengi og þá hafi hann sé ákveðin atriði í öðru ljósi.„Ég leyfi mér að fullyrða að einstök atvik eru slitin úr samhengi sem gera þau miklu verri en þau voru í rauninni. En það breytir ekki að þegar maður segir einhvern vera apakött eða asna eða fífl eða hvað eina þá er sjálfsagt að biðja afsökunar á því ef maður hefur sært viðkomandi og hann á ekki innistæðu fyrir því, þá gerir maður það að sjálfsögðu. Ég sé jafn mikið eftir þessu kvöldi nú og þá.“Upptökurnar voru gerðar á barnum Klaustur.Vísir/VilhelmHann sagði pólitísku aðförina vegna málsins augljósa, 10 til 11 manns hafi sagt sig frá málinu vegna atviksins og Miðflokksmenn fengu ekki aðgang að handritinu sem Alþingi lét búa til upp úr upptökunum af Klaustur. Það sé því ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari núna og líka gagnvart fjölmiðlum sem hafi tekið búta úr samtalinu og slitið það úr samhengi. Sagði Gunnar að hann vissi ekki hvort málið hefði orðið honum til framdráttar en það væri ekki forsætis- eða siðanefndar að refsa þeim heldur kjósenda eftir tvö ár. Gunnar sagði persónuvernd hafa dæmd upptökurnar ólöglegar og því hafi Alþingi eytt þeim, var þá ákveðið að styðjast við efni úr fjölmiðlum en Gunnar sagði að það væri vafasamt því fjölmiðlar hér á landi hafi í einhverjum tilfellum ekki reynst þeir bestu.18 fréttir um Ágúst Ólaf en 70 um hann sjálfan Nefndin hann því samhengi að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi skrifað átján fréttir um kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gagnvart blaðakonu en á sama tíma sjötíu fréttir um hann sjálfan fyrir mun vægari sakir. „Á maður að treysta Ríkisútvarpinu? Það finnst mér ekki,“ sagði Ágúst.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMHann sagði handritið sem forsætisnefnd studdist við ekki í samræmi við fjölmiðlaumfjöllun nema að einhverju leyti. Kristján sagði málflutning Miðflokksmanna, um að Bára Halldórsdóttir hafi verið send á Klaustur til að hljóðrita samtal þeirra, allt því kjánalegan en Gunnar Bragi sagði að sú skoðun Kristjáns gæti breyst ef hann fengi að sjá öll gögn málsins. Sagði Gunnar að hann teldi það enga tilviljun að manneskja sitji í fjóra tíma til að taka upp samtal þeirra og hefði brugðið sér út fyrir til að taka myndir af þeim.Ummæli um Írisi ekki kvenhatur Hann sagði það alfarið rangt að samtalið bæri alfarið merki um andúð þeirra gagnvart konum. Nefndi hann ummæli samflokksmanns síns Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann Bergþór hafi í raun verið að hæla henni en bent á að hún þætti ekki nægjanlega sæt eða „sexy“ í augum Sjálfstæðismanna til að leiða framboð þeirra. „Af því þeir munu líta á hana þannig,“ sagði Gunnar og vildi meina að þarna hefðu þeir verið að ræða pólitískt landslag.Gunnar sagði ummæli Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttur ekki bera mark um kvenhatur hans. Fréttablaðið/Ernir.Gunnar sagði einnig að honum þætti gróft þegar fólk sem hann baðst afsökunar hefði ekki tekið afsökunarbeiðninni heldur nýtt sér hana gegn honum. Kristján spurði hvort að ekki væri möguleiki á að viðkomandi einstaklingar hefðu hreinlega ekki trúað því að afsökunarbeiðni Gunnars væri einlæg? Gunnar svaraði að það gæti vel verið.Átti ekki að kalla Lilju þessu orði Kristján benti á að þegar Gunnar var utanríkisráðherra hefði hann sett réttindamál kvenna á oddinn á alþjóðavettvangi og þess vegna hafi fólk mögulega brugðist svona illa við ummælum hans um konur. Gunnar spurði á móti hvaða ummæli hann hefði látið falla sem voru á skjön við það stefnumál? Nefndi hann í því samhengi ummæli sín um Lilju Alfreðsdóttur og spurði hvort þau væru virkilega kvenfjandsamlega og bað Kristján um að skipta Lilju út fyrir karlmann og nota annað orð um leið. Hann tók þó fram að hann átti ekki að kalla Lilju þessu orði en hann hafi verið reiður út í hana út af ákveðnum hlutum og baðst afsökunar á því. Ummæli hans hafi þó ekki breytt þeirra sýn hans að það eigi að efla konur og störf þeirra. Nefndi Gunnar að í vikunni hafi verið fluttar fregnir af því að aldrei hafi fleiri konur verið í forsvari fyrir sendiskrifstofur Íslands. Sagði hann að það hefði verið ákvörðunum sínum sem utanríkisráðherra að þakka því hann tók þá ákvörðun að skipa ætti fleiri konur. Það hafi hann gert því hann trúi á konur og vilji efla þær. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir afsökunarbeiðnir sínar gilda áfram varðandi ummæli sem hann lét falla á upptökunum sem gerðar voru á barnum Klaustur síðastliðið haust. Þetta sagði hann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður hvort tónninn í máli hans væri orðinn harðari frá því hann baðst afsökunar á gjörðum sínum þegar málið kom upp fyrst. Þáttastjórnandi Sprengisands, Kristján Kristjánsson, sagði tón Gunnars Braga í athugasemdum hans til forsætisnefndar mun harðari og bera þess merki að hann sæi ekki eftir þessu. Gunnar sagði línuna aðeins harðari nú en þegar málið kom upp fyrst en engu að síður gildi þær afsökunarbeiðnir áfram sem hann hafði strax uppi eftir að málið kom upp.Atriði slitin úr samhengi Hann sagði sína gagnrýni snúa alfarið að því pólitíska ferli sem málið hefði farið í. Samhengið hafi orðið skýrara, klippurnar sem fjölmiðlar nýttu voru settar í samhengi og þá hafi hann sé ákveðin atriði í öðru ljósi.„Ég leyfi mér að fullyrða að einstök atvik eru slitin úr samhengi sem gera þau miklu verri en þau voru í rauninni. En það breytir ekki að þegar maður segir einhvern vera apakött eða asna eða fífl eða hvað eina þá er sjálfsagt að biðja afsökunar á því ef maður hefur sært viðkomandi og hann á ekki innistæðu fyrir því, þá gerir maður það að sjálfsögðu. Ég sé jafn mikið eftir þessu kvöldi nú og þá.“Upptökurnar voru gerðar á barnum Klaustur.Vísir/VilhelmHann sagði pólitísku aðförina vegna málsins augljósa, 10 til 11 manns hafi sagt sig frá málinu vegna atviksins og Miðflokksmenn fengu ekki aðgang að handritinu sem Alþingi lét búa til upp úr upptökunum af Klaustur. Það sé því ekki óeðlilegt að tónninn sé grimmari núna og líka gagnvart fjölmiðlum sem hafi tekið búta úr samtalinu og slitið það úr samhengi. Sagði Gunnar að hann vissi ekki hvort málið hefði orðið honum til framdráttar en það væri ekki forsætis- eða siðanefndar að refsa þeim heldur kjósenda eftir tvö ár. Gunnar sagði persónuvernd hafa dæmd upptökurnar ólöglegar og því hafi Alþingi eytt þeim, var þá ákveðið að styðjast við efni úr fjölmiðlum en Gunnar sagði að það væri vafasamt því fjölmiðlar hér á landi hafi í einhverjum tilfellum ekki reynst þeir bestu.18 fréttir um Ágúst Ólaf en 70 um hann sjálfan Nefndin hann því samhengi að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi skrifað átján fréttir um kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gagnvart blaðakonu en á sama tíma sjötíu fréttir um hann sjálfan fyrir mun vægari sakir. „Á maður að treysta Ríkisútvarpinu? Það finnst mér ekki,“ sagði Ágúst.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMHann sagði handritið sem forsætisnefnd studdist við ekki í samræmi við fjölmiðlaumfjöllun nema að einhverju leyti. Kristján sagði málflutning Miðflokksmanna, um að Bára Halldórsdóttir hafi verið send á Klaustur til að hljóðrita samtal þeirra, allt því kjánalegan en Gunnar Bragi sagði að sú skoðun Kristjáns gæti breyst ef hann fengi að sjá öll gögn málsins. Sagði Gunnar að hann teldi það enga tilviljun að manneskja sitji í fjóra tíma til að taka upp samtal þeirra og hefði brugðið sér út fyrir til að taka myndir af þeim.Ummæli um Írisi ekki kvenhatur Hann sagði það alfarið rangt að samtalið bæri alfarið merki um andúð þeirra gagnvart konum. Nefndi hann ummæli samflokksmanns síns Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann Bergþór hafi í raun verið að hæla henni en bent á að hún þætti ekki nægjanlega sæt eða „sexy“ í augum Sjálfstæðismanna til að leiða framboð þeirra. „Af því þeir munu líta á hana þannig,“ sagði Gunnar og vildi meina að þarna hefðu þeir verið að ræða pólitískt landslag.Gunnar sagði ummæli Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttur ekki bera mark um kvenhatur hans. Fréttablaðið/Ernir.Gunnar sagði einnig að honum þætti gróft þegar fólk sem hann baðst afsökunar hefði ekki tekið afsökunarbeiðninni heldur nýtt sér hana gegn honum. Kristján spurði hvort að ekki væri möguleiki á að viðkomandi einstaklingar hefðu hreinlega ekki trúað því að afsökunarbeiðni Gunnars væri einlæg? Gunnar svaraði að það gæti vel verið.Átti ekki að kalla Lilju þessu orði Kristján benti á að þegar Gunnar var utanríkisráðherra hefði hann sett réttindamál kvenna á oddinn á alþjóðavettvangi og þess vegna hafi fólk mögulega brugðist svona illa við ummælum hans um konur. Gunnar spurði á móti hvaða ummæli hann hefði látið falla sem voru á skjön við það stefnumál? Nefndi hann í því samhengi ummæli sín um Lilju Alfreðsdóttur og spurði hvort þau væru virkilega kvenfjandsamlega og bað Kristján um að skipta Lilju út fyrir karlmann og nota annað orð um leið. Hann tók þó fram að hann átti ekki að kalla Lilju þessu orði en hann hafi verið reiður út í hana út af ákveðnum hlutum og baðst afsökunar á því. Ummæli hans hafi þó ekki breytt þeirra sýn hans að það eigi að efla konur og störf þeirra. Nefndi Gunnar að í vikunni hafi verið fluttar fregnir af því að aldrei hafi fleiri konur verið í forsvari fyrir sendiskrifstofur Íslands. Sagði hann að það hefði verið ákvörðunum sínum sem utanríkisráðherra að þakka því hann tók þá ákvörðun að skipa ætti fleiri konur. Það hafi hann gert því hann trúi á konur og vilji efla þær.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst. 4. ágúst 2019 12:37