Fótbolti

Skoraði í MLS-deildinni, tók upp míkrafón og kallaði eftir aðgerðum um byssulöggjöfina í Bandaríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alejandro Bedoya grípur í míkrafóninn í gær.
Alejandro Bedoya grípur í míkrafóninn í gær. vísir/getty
Alejandro Bedoya, fyrirliði Philadelphia Union, lét heldur betur til sín taka í MLS-deildinni í nótt. Það gerði hann bæði innan og utan vallar.

Bedoya skoraði strax á þriðju mínútu í 5-1 sigri á DC United í nótt og hann hljóp út að hornfána þar sem hann vissi að lá míkrafónn.

„Löggjafarþing, gerið eitthvað núna. Bindið enda á byssuofbeldið,“ sagði hinn 32 ára gamla Bedoya.





Um helgina voru 29 skotnir til baka í tveimur skotárásum; ein þeirra átti sér stað í Texas og önnur í Ohio. Eftir þær árásir hafa umræður um byssulöggjöfina enn og aftur komið upp á yfirborðið.

Beodya ólst upp í Florída, nærri Parkland, þar sem sautján nemendur voru skotnir til bana árið 2018 er skotárásin átti sér stað í Marjory Stoneman Douglas háskólanum.

Í fyrsta leik eftir skotárásina, spilaði hann í bol undir treyjunni þar sem stóð á: MSD sterkari, en MSD er stytting á nafni skólans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×