Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 23:22 Jess Philips, þingmaður, segir Vicky eiga að vera skilgreinda sem þolandi í kynferðisbroti sem móðir hennar varð fyrir. Vísir/Getty Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu. Bretland England Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu.
Bretland England Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira