Innlent

Vætusamt og svalt fyrir norðan en bjart og milt fyrir sunnan

Birgir Olgeirsson skrifar
Veðurspá næstu daga er eindregin.
Veðurspá næstu daga er eindregin. Vísir/Vilhelm
Veðurspá næstu daga er eindregin, en spáð er norðanáttum fram yfir helgi með vætusömu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en yfirleitt björtu og mildu syðra. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Norðan 5-13 m/s og rigning á N- og A-landi, annars bjart með köflum. Hiti 4 til 10 stig fyrir norðan, en að 15 stigum sunnan heiða.

Á sunnudag:

Stíf norðanátt með rigningu fyrir norðan, en þurrviðri syðra. Lægir heldur og rofar til með kvöldinu. Kólnar dálítið í bili.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með vætu víða á landinu, en hægara og þurrt SV til. Fremur milt veður að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×