Nýjasti leikmaður Barcelona hótaði því einu sinni að brjóta báða fætur Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 14:00 Junior Firpo og Lionel Messi. Samsett/Getty Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Barcelona gekk á dögunum frá kaupunum á Junior Firpo frá Real Betis en strákurinn hefur slegið í gegn með bæði liði Betis og með spænska 21 árs landsliðinu. Junior Firpo er 22 ára vinstri bakvörður sem er fæddur á Dóminíska lýðveldinu en flutti til Spánar þegar hann var sex ára gamall. Eftir að fréttist af kaupum Barca á stráknum þá voru spænskir miðlar fljótir að rifja upp það sem Junior Firpo setti á Twitter þegar hann var miklu yngri. Junior Firpo er að ganga til liðs við Barcelona þar sem kóngurinn er Lionel Messi. Junior var aftur á móti ekki mjög hrifinn af Messi þegar strákurinn var enn á táningsaldri. Þegar Junior Firpo var fimmtán ára gamall þá tjáði hann sig villimannslega um Messi á Twitter. Spænska blaðið AS sagði frá því að hann hafi monntað sig af því á Twitter að geta fótbrotið Messi á báðum fótum með aðeins einu sparki. Hann sagðist líka vera alveg skítsama um það hvort Messi myndi meiðast og kallaði hann Tíkarson. „Ég vona að hann deyi og hætti að skora mörk,“ skrifaði Junior Firpo á Twitter.@JuniorFirpo03, en la hora del debut El nuevo lateral azulgrana se estrenará ante el Nápoles donde empezará a acoplarse a lo que le pide Valverde https://t.co/aIFDZgnqHp por @martinezferranpic.twitter.com/d3gKk2xiG6 — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 7, 2019 Junior Firpo hefur beðist afsökunar á færslum sínum og hann gat ekki kvartað yfir neinu þegar hann mætti fyrst í búningsklefann hjá Börsungum. Firpo skýrði mál sitt í viðtali við blaðamann Mundo Deportivo. „Ég sagði ljóta hluti um Messi á Twitter til að stríða honum. Þetta var bara barnaskapur,“ sagði Junior Firpo „Þetta er það sem ég skrifaði þegar var bara fimmtán ára gamall. Þá þekkir þig enginn og þú gerir þér ekki grein fyrir því að þetta gæti haft einhverjar afleiðingar í framtíðinni,“ sagði Junior Firpo. Nú sparar hann ekki hrósið þegar kemur að Lionel Messi. „Ég segi alltaf þegar fólk er að tala um Gullknöttinn (Ballon d'Or). Þeir eiga bara að láta Messi fá hann strax og búa síðan til önnur verðlaun sem hinir mannlegu geta keppt um,“ sagði Junior Firpo.BEHIND THE SCENES @JuniorFirpo03’s first day as a blaugrana pic.twitter.com/PVCL3atjPs — FC Barcelona (@FCBarcelona) August 4, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira