Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús eftir umferðaróhapp við Stórhöfða

Birgir Olgeirsson skrifar
Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu.
Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu. Vísir/Vilhelm
Veginum við Stórhöfða og Gullinbrú var lokað um skamma stund rétt eftir klukkan átta í morgun. Þar hafði ökumaður bifhjóls misst stjórn á ökutækinu og fallið af því. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var veginum lokað um stutta stund en slysið reyndist minna en á horfðist og var vegurinn opnaður aftur skömmu síðar.

Var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×