Innlent

Opna umræðu um stöðu hinsegin fólks á atvinnumarkaði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Bjöllu Kauphallarinnar var hringt í morgun til að fagna samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar.
Bjöllu Kauphallarinnar var hringt í morgun til að fagna samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar. SIGURJÓN ÓLASON

Formaður Hinsegin daga og forstjóri Nasdaq Iceland hringdu bjöllu Kauphallarinnar klukkan rúmlega níu í morgun til að fagna samstarfi. Markmið samstarfsins er að opna umræðu um stöðu hinsegin fólks á atvinnumarkaði en erlendar rannsóknir sýna að samkynhneigðir karlmenn eru ólíklegri gagnkynhneigðir karlmenn til að verða æðstu stjórnendur fyrirtækja.

Hinsegin dagar og Nasdaq hafa efnt til samstarfs sem snýr að því að opna umræðuna um stöðu Hinsegin fólks á atvinnumarkaði hér á landi.

Forstjóri Nasdaq fagnar samstarfinu en hann segir umræðuna löngu tímbæra.

„Markmiðið er að hefja umræðu, hefja upplýsta umræðu sem leiðir síðan til aukinnar þekkingar á stöðu og réttindum hinsegin fólks og þá leiðum til að bæta hag hinsegin fólks og bæta þar með atvinnulífið allt,“ Sagði Páll Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland.

Lítið hefur verið fjallað um þessi mál innan landsteinana en erlendar rannsóknir sýna að víðast hvar felur hinsegin fólk sig á vinnustöðum og er það síður í stjórnunarstöðum.

„Erlendis eru vísbendingar um af rannsóknum að dæma að þar sé hinsegin fólk að lenda á glerþaki ef svo má að orði komast og staða þess sé ekki eins og hún ætti að vera,“ sagði Páll.

Formaður Hinsegin daga segir samkynhneigða karlmenn mun ólíklegri en aðra karlmenn til að verða æðstu stjórnendur.

„Rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að samkynhneigðir karlmenn eru líklegri til að verða millistjórnendur heldur en gagnkynhneigðir karlmenn en þeir eru hins vegar miklu ólíklegri til að verða æðstu stjórnendur,“ Sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegni daga.

Klukkan rúmlega 9 í morgun var bjöllu kauphallarinnar hringt til að fagna samstarfinu.

Dagskrá Hinsegin daga hefst svo formlega þegar gleðirendur verða málaðar á Klapparstíg klukkan 12 í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.