Innlent

Atvinnulausum fækkaði í júní

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Húsnæði vinnumálastofnunar.
Húsnæði vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Jóhanna
Fjöldi atvinnulausra var 1,5 prósentustigum minni í júní en í maí samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum Hagstofunnar. 6.800 manns eða 3,3 prósent, voru atvinnulausir í júní, þar af eru 1.900 einstaklingar á aldrinum 16- 24 ára.

Fjöldi fólks á vinnumarkaði í júní var 208.200 og var atvinnuþátttaka 81,5 prósent, það er einu prósenti meiri en í mánuðinum á undan.

„Tölurnar benda til þess að það sé þokkaleg staða á vinnumarkaði. Í ár hefur störfum frekar verið að fjölga en hitt svo við erum svona þokkalega bjartsýn. Atvinnuleysi hefur þó verið að aukast meðal yngri hópsins en það getur verið árstíðabundið. Það fjölgar oft í þeim hópi þegar skólafólkið kemur út á vinnumarkaðinn, í apríl og maí,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.



Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×