Hleypur fyrir fimm ára systur sína sem greindist með heilaæxli Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2019 09:00 Systurnar á góðri stund. „Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér. Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
„Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér.
Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira