Hleypur fyrir fimm ára systur sína sem greindist með heilaæxli Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2019 09:00 Systurnar á góðri stund. „Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér. Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
„Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér.
Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira