Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:38 Trump ræddi um leyniþjónustuna eftir að hann kom aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Virginíu í gær. Vísir/EPA Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03