Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 15:30 Þessi fugl var hinn rólegasti að narta í fræ og biðukollur við Ásbjarnastaði í vikunni. Mynd/Einar Ó. Þorsteinsson. Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess. Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess.
Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13