Fótbolti

Neymar viss um að Barca geri tilboð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar vill komast aftur til Barcelona.
Neymar vill komast aftur til Barcelona. vísir/getty
Neymar og umboðsmenn hans eru fullvissir um að Barcelona muni leggja fram stórt tilboð í hann á næstu dögum og freista Paris Saint-Germain til þess að selja hann.Brasilíski landsliðsmaðurinn hefur sagts vilja fara frá PSG og þá hefur hann einna helst verið orðaður við endurkomu til Barcelona.Samkvæmt heimildum ESPN hefur PSG ekki fengið nein tilboð frá Barcelona enn.Barcelona er sagt vona að samband Neymar og PSG verði kaldara og kaldara svo frönsku meistararnir vilji losna við hann og lækki verðið.Neymar fór ekki með Barcelona til Þýskalands þar sem PSG lék tvo æfingaleiki í vikunni, en hann mun fara með PSG til Kína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.