Forsætisráðherra tilnefndur til verðlauna breskrar hugveitu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 10:37 Katrín Jakobsdóttir er sögð hafa staðið fyrir eftirtektarverðum aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár. Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár.
Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira