Fótbolti

Kane skoraði frá miðju og tryggði sigur á Juventus

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspurs bar sigurorð af Ítalíumeisturum Juventus þegar liðin áttust við í æfingaleik í Singapúr í dag þar sem Cristiano Ronaldo, Matthijs de Ligt, Harry Kane og Tanguy Ndombele voru í sviðsljósinu.Erik Lamela skoraði eina mark fyrri hálfleiks og leiddi Tottenham í leikhléi 1-0.Gonzalo Higuain jafnaði metin fyrir Juventus á 56.mínútu og Ronaldo minnti á sig með marki eftir klukkutíma leik við mikinn fögnuð viðstaddra. Skömmu síðar var Ronaldo skipt af velli ásamt fleiri leikmönnum en meðal leikmanna sem komu inná voru nýju mennirnir; De Ligt hjá Juventus og Ndombele hjá Tottenham.Ndombele var ekki lengi að stimpla sig inn því hann lagði upp mark fyrir Lucas Moura nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inná og staðan orðin 2-2.Það stefndi allt í jafntefli þegar Harry Kane lét vaða úr miðjuboganum á síðustu mínútu uppbótartíma. Wojciech Szczesny stóð alltof framarlega í marki Juventus og kom engum vörnum við. Lokatölur 3-2 fyrir Tottenham.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.