Innlent

Breyta staðsetningu hjólahreystibrautar vegna mótmæla íbúa

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá svæðinu þar sem hjólabrautin átti að rísa.
Frá svæðinu þar sem hjólabrautin átti að rísa. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur horfið frá þeim hugmynd að setja upp hjólahreystibraut á túnið með fram strandlengjunni við Sörlaskjól. Þetta ákvað borgin eftir að hafa mætt mikilli óánægju íbúa við Sörlaskjól og Faxaskjól sem settu sig upp á móti þessari framkvæmd. Töldu þeir þessa hjólabraut raska friði og náttúrunni á þessu svæði.

Hugmyndin um hjólahreystibrautina var lögð fram á vefnum Hverfið mitt þar sem hægt er að stinga upp á hugmyndum sem íbúar síðan kjósa um. Upphaflega var stungið upp á þessari hjólahreystibraut við Grandaskóla sem var samþykkt í kosningu en áður en kosningu lauk hafnaði skólastjóri Grandaskóla að þessi braut fengi að rísa þar.

Myndir af fyrirhugaðri framkvæmd. Reykjavíkurborg

Ákvað borgin þá að færa brautina á túnið við Sörlaskjól án þess að segja íbúum hverfisins frá því. Íbúarnir ráku síðan upp stór augu þegar þeir sáu vinnuvélar á svæðinu og fengu síðan upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Íbúarnir mótmæltu þessari fyrirhuguðu hjólahreystibraut harðlega og ákvað borgin í kjölfarið að hverfa frá þessari fyrirætlunum og leitar nú að öðrum stað sem passar betur undir þessa braut.


Tengdar fréttir

Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði

Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.