Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 16:33 Frá svæðinu þar sem hjólabrautin verður. Vísir/Vilhelm Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs.
Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira