Erlent

150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu

Andri Eysteinsson skrifar
Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordicphotos/AFP
Hið minnsta 150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu dag þegar að bátur þeirra sökk skammt frá ströndum Líbíu. Þetta staðfestir Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna en CNN greinir frá.

Talið er að tæplega 300 manns hafi verið um borð þegar að skipið sökk skammt utan við hafnarborgina al-Khums, tæpa 130 kílómetra austur af höfuðborginni Trípólí.

Líbíudeild alþjóðlegra flóttamannasamtaka greindi frá því að 145 hafi verið bjargað úr skipinu.

Filippo Grandi, yfirmaður í Flóttamannastofnun SÞ sagði atvikið í dag, stærsta Miðjarðarhafsharmleik ársins.

Talið er að hið minnsta 686 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafinu í ár, áður en kom að atvikinu í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×