Fótbolti

Fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Brasilíu verður Svíi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pia Sundhage.
Pia Sundhage. Vísir/Getty
Pia Sundhage er að skrifa nýjan kafla í fótboltasögu Brasilíu nú þegar hún tekur við landsliði Brasilíumanna.Sundhage er búin að ráða sig sem þjálfara kvennalandsliðs Brasilíu og mun nú undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikanna á næsta ári.Með því verður hún fyrsti erlendi landsþjálfari Brasilíu frá upphafi en hingað til hafa aðeins Brassar fengið að þjálfa A-landslið þjóðarinnar.Brasilíska sambandið rak Vadao eftir HM kvenna í Frakklandi í sumar en brasilísku stelpurnar duttu þá út í sextán liða úrslitum á móti heimastúlkum.Í brasilíska liðinu voru margir eldri leikmenn og ljóst að öllu að liðið er að fara ganga í gegnum mikil kynslóðaskipti á næstunni.Pia Sundhage er 59 ára gömul og hefur náð eftirtektarverðum árangri með landslið Brasilíu og landslið Svíþjóðar.Sundhage hefur þannig tekið þátt í síðustu þremur úrslitaleikjum á Ólympíuleikum. Bandaríska landsliðið vann gull undir hennar stjórn 2008 og 2012 og á ÓL í Ríó 2016 fór hún með sænska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en varð þá að sætta sig við 2-1 tap á móti Þýskalandi.Pia Sundhage hætti með sænska landsliðið árið 2017 en hefur síðustu árin þjálfað sautján ára landslið Svía. Hún var með bandaríska landsliðið frá 2008 til 2012 en sárast var óvænta tapið á móti Japan í úrslitaleiknum á HM í Þýskalandi 2011.Bandaríska landsliðið vann 91 af 107 leikjum undir hennar stjórn og tapaði bara 6. Sænska landsliðið vann 20 af 39 leikjum í þjálfatíð Piu og tapaði 11.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.