Innlent

Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Herjólfur kemur inn til Landeyja í gærkvöldi.
Herjólfur kemur inn til Landeyja í gærkvöldi. Vísir/magnús hlynur

Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Ferjan hefur hlotið nafnið Herjólfur IV en Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyja og Ívari Torfasyni skipstjóra Herjólfs bar saman um það í gær að siglingin hefði gengið afar vel.

Fimmundruð farþegar voru um borð í Herjólfi í gærkvöldi. Skipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, um 30% fleiri en gamli Herjólfur.

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum og fangaði siglinguna á myndband, sem horfa má á í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við

Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.