Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við Sighvatur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:00 Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37