Innlent

Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs

Birgir Olgeirsson skrifar
Nýi Herjólfur í Landeyjahöfn.
Nýi Herjólfur í Landeyjahöfn. Vegagerðin

Ráðast þarf í breytingar á bryggjunum í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn fyrir 100 milljónir króna svo að nýr Herjólfur geti lagst þar við án þess að verða fyrir skemmdum. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Vísi að gera þurfi litla stöpla á á bryggjunum sem ná um einn metra upp fyrir bryggjukantinn.

Ástæðan er sú að hinn svokallaði og margumræddi „fender“ á nýja Herjólfi sem á að leggjast við bryggjuna er of hár. Því þarf að hækka viðlegukantinn á bryggjunum í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum en Jónas segir kostnaðinn nema 50 milljónir króna fyrir hvora höfn.

Í Landeyjahöfn er hins vegar að setja stórar plötur við bryggjuna sem ná niður í botn og upp fyrir bryggjukantinn sem þýðir að fenderlisti skipsins leggst á þessar plötur.

Ráðist verður í þessar framkvæmdir í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn í október en þangað til er notast við bráðabirgða lausn sem fólst í því að setja enn stærri hjólbarða á bryggjukantinn þannig að nýi Herjólfur getur lagst þar við. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.