Skaðabætur vegna illgresiseyðisins Roundup stórlækkaðar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:49 Monsanto framleiddi Roundup en þýska stórfyrirtækið Bayer keypti fyrirtækið fyrir 63 milljarða dollara í fyrra. Vísir/EPA Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins. Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55