Þorsteinn: Kvarta ekki yfir fimm mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júlí 2019 16:21 Þorsteinn er þjálfari Breiðabliks vísir/bára Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45