Innlent

Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi.

Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi.Flugmaður flugvélarinnar, sem var íslenskur karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður látinn á vettvangi. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu samkvæmt heimildum fréttastofu.Tilkynning barst um að flugvél hafi hlekkst á, í flugtaki þar klukkan 14:23 í dag. Vitnunum var mikið brugðið að sögn starfsmanns Rauða krossins. Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp.

Mynd af vettvangi

Flughátíð fór fram á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum af vettvangi var flugmaðurinn einn um borð í vélinni en hann slasaðist alvarlega þegar vélin skall til jarðar í flugtaki.Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór þyrla gæslunnar í loftið vegna slyssins en var síðar snúið við þar sem ekki var talin þörf á henni.Þetta er í annað sinn sem flugslys á sér stað á Haukadalsflugvelli á tveimur dögum, en í gær hlekktist flugvél þar á í lendingu. Vélin snerist þá í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.