Fótbolti

Vermaelen verður samherji Iniesta í Japan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vermaelen var kynntur til leiks hjá Vissel Kobe í dag.
Vermaelen var kynntur til leiks hjá Vissel Kobe í dag. vísir/getty
Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan.

Vermaelen kemur á frjálsri sölu frá Barcelona. Hann var fimm ár í herbúðum félagsins en lék aðeins 53 leiki með því vegna erfiðra meiðsla.

Þrátt fyrir að hafa spilað fáa leiki fyrir Barcelona varð Vermaelen fjórum sinnum spænskur meistari með liðinu. Tímabilið 2016-17 var Belginn lánaður til Roma. Hann kom til Barcelona frá Arsenal 2014.

Hjá Vissel Kobe hittir Vermaelen fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Barcelona, Andrés Iniesta. Með liðinu leika tveir aðrir heimsmeistarar, David Villa og Lukas Podolski.

Vissel Kobe og Barcelona mættust í æfingaleik í dag. Börsungar unnu 0-2 sigur og skoraði Carles Pérez bæði mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×