Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 19:00 Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg. Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. Könnunin var gerð um miðjan júní og var svarhlutfallið 85 prósent. Könnunin byggðist á 8 flokkum þar sem hæsta mögulega einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,68 sem fellur í rauðan flokk en það er lakasti flokkurinn. Árangur, kröfur um árangur, þjálfun og þróun eru meðal þeirra þátta sem voru mældir og falla í rauðan flokk. Enginn flokkur mældist með mjög góðan árangur. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins, segir að könnunin hafi verið lögð fyrir í samráði við fulltrúa starfsmanna. Það hafi meðal annars verið gert vegna ólgu meðal starfsmanna eftir breytingu á vaktaplani fyrir ákveðinn hóp starfsmanna. „Við höfðum einhvern ávinning af því hvernig fólki leið og við fórum í þessa könnun til að velja spurningar úr mörgum flokkum til að vita hvar vandinn liggur og vonandi verður það til þess að við gerum það sem þarf til þess að þetta lagist,“ segir Ingibjörg. Vegna sumarleyfa sé enn þó ekki búið að rýna niðurstöðurnar. „En það stendur til núna í haust og finna út hvar við þurfum að bera niður og að sjálfsögðu er það markmið okkar að starfsánægjan aukist,“ segir Ingibjörg. Óhætt er að segja að starfsánægja hafi áhrif á starfshegðun og þar á meðal árangur starfsmanna. En er ekki áhyggjuefni að fólk sem sinnir svo mikilvægum störfum sé ekki ánægt í vinnunni ? „Það er rosalegt álag á okkar fólki og staðan í þjóðfélaginu endurspeglast í okkar störfum. Við erum ofsalega þakklát fyrir hvað okkar starfsfólk hefur staðið sig vel undir þessu mikla álagi þannig það hlaut einhvers staðar að koma fram. Þannig að við gátum alveg átt von á þessu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að brugðist verði við niðurstöðunum. „Næstu skref eru að hitta þessa nefnd starfsmanna þegar allir eru komnir úr fríi og rýna þær til að læra af þeim,“ segir Ingibjörg.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira