Fótbolti

Ólafur: Maribor miklu betra lið en Rosenborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur var nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá Val en sagði að róðurinn hafi verið þungur í þeim seinni.
Ólafur var nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá Val en sagði að róðurinn hafi verið þungur í þeim seinni. vísir/bára

„Þetta er hundfúlt en það var samt margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Maribor, 0-3, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Valsmenn héldu sjó og gott betur í fyrri hálfleik en á 42. mínútu komst Maribor yfir með marki eftir fast leikatriði.

„Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi hjá okkur. Þeir sköpuðu sér engin færi. Reyndar gerðum við það ekki heldur fyrir utan skotið hjá Patrick [Pedersen]. Við vorum með fína stjórn á leiknum en fengum á okkur mark úr aukaspyrnu. Annað markið var feykilega gott og erfitt að koma í veg fyrir það. Og eftir það var þetta erfitt,“ sagði Ólafur.

„Það er alltaf svekkjandi að fá svona mark á sig, eftir aukaspyrnu. Annað markið var geggjað og ekkert við því að gera en það er fúlt að fá á sig mark eftir aukaspyrnu.“

Maribor er með gríðarlega sterkt lið og sýndi mátt sinn og megin í seinni hálfleiknum.

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef spilað við í Evrópukeppni,“ sagði Ólafur. Hann segir að Maribor sé mun sterkara lið en Rosenborg sem sló Val út úr Meistaradeildinni í fyrra.

„Þeir eru miklu betri,“ sagði þjálfarinn að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.