Breskur öfgamaður þarf að afplána fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:22 Yaxley-Lennon er 36 ára gamall. Hann er betur þekktur undir dulnefninu Tommy Robinson. Vísir/EPA Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi.
Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29
Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51