Fótbolti

Sjáðu mörkin er KR fékk skell í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar

KR-ingar fengu heldur betur á baukinn í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag er liðið tapaði 7-1 fyrir besta liði Noregs, Molde, í Noregi í kvöld.

Ágætis byrjun KR í leiknum skilaði engu og Molde skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu. Þá byrjaði markaveislan og staðan var 4-0 fyrir þá norsku í hálfleik.

Þeir bættu við þremur mörkum í síðari hálfleik en Daninn, Tobias Thomsen, skoraði sárabótarmark fyrir KR í stöðunni 6-0 er hann skoraði glæsilegt skallamark.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.