Erlent

Bjó með líki móður sinnar í þrjú ár

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan sakar dóttur konunnar um að hafa ekki komið henni til hjálpar þegar hún datt heima hjá sér árið 2016.
Lögreglan sakar dóttur konunnar um að hafa ekki komið henni til hjálpar þegar hún datt heima hjá sér árið 2016. Vísir/Getty
Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum handtóku konu eftir að rotnandi lík móður hennar fannst í íbúð sem mæðgurnar deildu. Lögregla telur að móðirin hafi látist af völdum falls árið 2016 og sakar dótturina um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Barnabarn látnu konunnar bjó einnig á heimilinu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að beinagreind 71 árs gamallar konu hafi fundist á gólfi annars svefnherbergis íbúðarinnar. Hún hafi að líkindum dottið, þó ekki lífshættulega, en látist innan nokkurra daga.

Dóttir konunnar og dótturdóttir sváfu í hinu svefnherbergi íbúðarinnar. Stúlkan var innan við fimmtán ára gömul þegar hún bjó með líki ömmu sinnar. Henni hefur verið komið fyrir hjá ættingjum með aðstoð barnaverndar. Móðir hennar, sem er 46 ára gömul, er einnig sökuð um að hafa valdið dóttur sinni skaða.

Konan sem var handtekin gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×