Pepsi Max mörk kvenna: Ætti Dóra María að vera í úrvalsliði fyrri umferðarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 14:30 Dóra María Lárusdóttir hefur stýrt leik Valsliðsins í sumar. Mynd/S2 Sport Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Topplið Vals og Breiðabliks eiga flesta af þeim leikmönnum sem Pepsi Max mörk kvenna lögðu til að yrði valdar í úrvalslið fyrri umferðar. Tveir reynsluboltar úr Valsliðinu eru samt ekki á blaði og ekki heldur markahæsti leikmaður deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er um það bil hálfnuð og það er mikil spenna í titilbaráttu Vals og Breiðabliks sem og í neðri hlut deildarinnar þar sem eru aðeins fjögur stig á milli liðanna í fimmta og tíunda sæti. Pepsi Max mörk kvenna fóru yfir það í síðasta þætti sínum hverjar höfðu staðið sig best í fyrri umferð deildarinnar. „Ég segi ekki að við séum að velja þetta úrvalslið fyrri umferðar en við erum að koma með tillögu að því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna. Í þessari tillögu af úrvalsliði fyrri umferðar eru fjórir leikmenn úr Val og fjórir leikmenn úr Breiðabliki. Hinir leikmennirnir koma síðan úr ÍBV, Keflavík og Selfossi. „Við vorum ekki alveg sammála um þetta og það má því rökræða hana,“ sagði Helena og gaf sérfræðingum sínum orðið sem voru að þessu sinni þau Mist Rúnarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson. Gunnar Rafn saknaði helst Valskonunnar Dóru Maríu Lárusdóttir. „Hún er búin að verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Gunnar. Hann nefndi líka Grace Rapp hjá Selfossi og að það væru tvær til þrír aðrir markmenn sem kæmu til greina. „Vantar ekki líka markahæsta leikmanninn í deildinni þarna inn? Það er bullandi samkeppni um sætin í liðinu og Margrét Lára (Viðarsdóttir) er búin að vera frábær líka,“ sagði Mist en Stephany Mayor hjá Þór/KA er eini leikmaður deildarinnar sem hefur náð að brjóta tíu marka múrinn. Það má finna alla umfjöllunina um úrvalslið fyrri umferðarinnar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Tillaga að úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi Max deildar kvennaTillaga að úrvalsliði fyrri umferðar í Pepsi Max mörkum kvenna: Sandra Sigurðardóttir, Val Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki Guðný Árnadóttir, Val Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki Cloé Lacasse, ÍBV, Natasha Moraa Anasi, Keflavík Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Hlín Eiríksdóttir, Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira