Íslenski boltinn

Rúmlega 1500 færri á hverjum leik hjá konunum í KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonan Anna María Baldursdóttir og KR-ingurinn Gloria Douglas í baráttunni um boltann fyrir framan hálftóma stúku á KR-vellinum.
Stjörnukonan Anna María Baldursdóttir og KR-ingurinn Gloria Douglas í baráttunni um boltann fyrir framan hálftóma stúku á KR-vellinum. Vísir/Daníel

Knattspyrnusamband Íslands sagði frá aðsókn í Pepsi Max deild karla fyrr í vikunni og í dag komu samskonar tölur hjá konunum en í báðum deildum er mótið nokkurn veginn hálfnað.

Það er sláandi munur á aðsókninni en næstum því þúsund færri koma á hvern leik í Pepsi Max deild kvenna en í Pepsi Max deild karla.

Alls hafa 9.009 áhorfendur sótt leikina 43 í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri, eða 210 manns að meðaltali á hvern leik.  KSÍ segir frá.

Flestir áhorfendur að meðaltali mæta á heimaleiki Breiðabliks, eða 392, og næst flestir á heimaleiki Vals, eða 344.  

Best sótti leikurinn hingað til var einmitt viðureign þessara liða að Hlíðarenda, en þar voru áhorfendur 828 talsins.

Alls hafa verið leiknir 68 leikir í Pepsi Max deild karla og er heildarfjöldi áhorfenda 76.646, sem er meðalfjöldi 1.127 á leik.

Það koma því 917 fleiri á hvern leik hjá körlunum.

Þegar við skoðum aðeins liðin sem eru bæði með karla- og kvennalið í Pepsi Max í sumar þá er langmesti munurinn á aðsókn hjá KR. Það koma 1522 færri á leiki kvennaliðs KR (136) en á leiki karlaliðs KR (1658). KR fer úr því að vera með mestu aðsóknina á karlaleiki í það að vera með næstminnstu aðsóknina á kvennaleikina. 

Besta meðalaðsóknin á heimaleiki liðanna í Pepsi Max deild kvenna:
1. Breiðablik 392 áhorfendur á leik
2. Valur 344
3. Þór/KA 265
4. Stjarnan 212
5. Selfoss 191
6. Fylkir 175
7. HK/Víkingur 165
8. Keflavík 156
9. KR 136
10. ÍBV 108

Mesti munur á aðsókna á karla- og kvennaleiki:
KR    1522 fleiri á karlaleiki
Fylkir    1211 -
Breiðablik    1201 -
HK/Víkingur    903 og 685 -
Stjarnan    811 -
Valur    743 -
Þór/KA    630 -
ÍBV    319 -Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.