Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30
Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25