Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:50 Líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni. Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni.
Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30