Ragnar fyrirliði og Rostov byrjaði tímabilið með sigri

Ragnar Sigurðsson var með fyrirliðabandið hjá Rostov sem vann 2-1 sigur á Orenburg í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Ragnar lék allan leikinn í vörn Rostov sem var 2-0 yfir í hálfleik. Eldor Shomurodov kom heimamönnum yfir á 11. mínútu eftir sendingu frá Aleksey Ionov. Sá síðarnefndi skoraði svo annað mark Rostov þremur mínútum fyrir hálfleik.
Orenburg minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en nær komust gestirnir ekki.
Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður hjá Rostov á 82. mínútu.
Rostov endaði í 9. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.