Fótbolti

Rúrik skoraði þrennu á 18 mínútum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik skoraði fyrstu þrjú mörkin í æfingaleik Sandhausen og Großaspach.
Rúrik skoraði fyrstu þrjú mörkin í æfingaleik Sandhausen og Großaspach. vísir/getty

Rúrik Gíslason skoraði þrennu í 4-3 sigri Sandhausen á Großaspach í æfingaleik í gær.

Mörk Rúriks komu á 18 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Hann skoraði það fyrsta með skoti af stuttu færi á 15. mínútu.

Á 24. mínútu bætti landsliðsmaðurinn öðru marki við eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Großaspach. Níu mínútum kom hann boltanum yfir línuna með vinstri fæti.

Großaspach skoraði næstu þrjú mörk og jafnaði í 3-3 en Aziz Bouhaddouz skoraði sigurmark Sandhausen sex mínútum fyrir leikslok.

Rúrik fór af velli í hálfleik. Hann gekk í raðir Sandhausen í ársbyrjun 2018. Þar áður lék hann með Nürnberg í þrjú ár.

Sandhausen endaði í 15. sæti þýsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.