Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 09:55 Myrkrið í New York í gærkvöldi. Vísir/EPA Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019 Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019
Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira