Fótbolti

Senegal í úrslit eftir framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Senegal er komið í úrslit
Senegal er komið í úrslit vísir/Getty
Senegal spilar til úrslita á Afríkumótinu í fótbolta eftir sigur á Túnis í framlengdum leik í undanúrslitunum.

Bæði lið fengu vítaspyrnur sem þau nýttu ekki í seinni hálfleik venjulegs leiktíma og var staðan markalaust að honum loknum.

Í framlengingunni varð Dylan Bronn fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar markmaður Túnis, Mouez Hassen, sló aukaspyrnu Senegal í Bronn og þaðan fór boltinn í netið.

Túnis náði ekki að svara fyrir sig og lauk leiknum með 1-0 sigri Senegal.

Senegal mætir annað hvort Alsír eða Nígeríu í úrslitunum en þau eigast við í hinum undanúrslitaleiknum seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×