Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2019 22:16 Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá settust niður stutta stund með fréttamanni til að spjalla um heyskapinn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01