Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2019 22:16 Helgi Steinsson og dæturnar Jónína og Gunnþórunn á Syðri-Bægisá settust niður stutta stund með fréttamanni til að spjalla um heyskapinn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. Rætt var við bændur í Öxnadal í fréttum Stöðvar 2. Herdeildir heyvinnuvéla hafa verið á túnum á Norðurlandi í veðurblíðunni að undanförnu. Sjá mátti fólk í heyskap nánast á hverjum bæ í sveitum Eyjafjarðar þegar við fórum þar um í vikunni.Frá heyskap á Þverá í Öxnadal í vikunni. Hraundrangi í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er liðnar yfir sex vikur frá því fyrstu fregnir bárust af heyskap sunnanlands. En hvernig skyldi ganga hjá bændum norðanlands? Á Þverá í Öxnadal var Þorsteinn Rútsson að ljúka fyrsta slætti og Arnar Ingi Tryggvason var að snúa en þeir hófu heyskap um miðjan júní. Þorsteinn Rútsson og Arnar Ingi Tryggvason, bændur á Þverá.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það gekk náttúrulega bara mjög illa með sprettu vegna þurrka. Það er einstakt hvað það er búið að vera þurrt í vor og kalt um tíma,“ segir Þorsteinn. „Verið frekar dræmt,“ bætir Arnar við. „Þannig að það er minni heyfengur í ár bara yfirleitt held ég á svæðinu hér norðanlands heldur en verið hefur undanfarið,“ segir Þorsteinn.Á Syðri-Bægisá var verið að rúllubinda.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri Bægisá var Helgi Steinsson að rúllubinda með dætrum sínum, þeim Gunnþórunni og Jónínu, meðan húsmóðirin, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sá um að loka rúllunum. „Það hefur gengið nokkuð vel en þurrkurinn er búinn að há okkur verulega hérna. Síðustu rigningar komu hérna 12. maí og síðan kom eiginlega ekkert fyrr en bara núna. Túnin eru farin að brenna og engin spretta að ráði,“ segir Helgi.Bændum í Öxnadal finnst uppskeran rýr af túnunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Syðri-Bægisá hófu þau slátt 20. júní og finnst uppskeran rýr. „Yfirleitt hefur það ekki verið mikið verra en þetta. Það er þá frekar í seinni slætti. Fyrri sláttur hefur yfirleitt verið nokkuð góður en brunnið þá í seinni slætti,“ segir Helgi.Syðri-Bægisá telst neðsti bær í Öxnadal. Séð niður Hörgárdal í átt til Eyjafjarðar. Fjallið Kaldbakur fjærst fyrir miðju.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En hvernig horfir þá með seinni slátt? „Við fengum góða dembu núna í síðustu viku. Ef að það kannski bleytir eitthvað meira aftur þá lítur bara vel út með hann,“ svarar Helgi.Pabbinn og dæturnar ræða við fréttamann. Þriðja dóttirin var í vinnu í sundlauginni á Þelamörk.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Meðan við sátum á spjalli með feðginunum var húsmóðirin farin að sækja kýrnar til mjalta. Og dæturnar láta ekki sitt eftir liggja í heyskapnum. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir,“ segir Jónína og Gunnþórunn tekur undir. Pabbinn segir þær mjög áhugasamar og kunni vel til verka, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01