Fótbolti

Óttast að Arnór verði lengi frá: „Tækling sem getur gert út um ferilinn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór var borinn af velli í gær, sárþjáður
Arnór var borinn af velli í gær, sárþjáður vísir/getty
Þjálfari Arnórs Ingva Traustasonar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö var brjálaður út í Haris Radetinac eftir leik Malmö og Djurgården í gær vegna tæklingu Radetinac á íslenska landsliðsmanninn.

Bera þurfti Arnór Ingva af velli eftir ljóta tæklingu frá Radetinac rétt undir lok fyrri hálfleiks.

„Þetta var mjög ljótur leikur,“ sagði Uwe Rösler, jálfari Malmö, á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Þetta var tækling sem gæti gert út um ferla. Hann gæti verið fótbrotinn,“ bætti Rösler við og sagðist vona að brotið hefði afleiðingar fyrir Radetinac.

Sjúkraþjálfari Malmö gat ekki tjáð sig um alvarleika meiðslanna að leik loknum en sagði Arnór vera á leið á sjúkrahús til frekari skoðunar. Rösler sagði á blaðamannafundinum að Arnór gæti orðið lengi frá.

Brotið má sjá hér á vef Fotbollskanalen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×