Fótbolti

Gamli Arsenal maðurinn markahæstur í bandarísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Vela.
Carlos Vela. Getty/Katharine Lotze
Í deild með Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney innanborðs er einn maður með yfirburðarforystu á markalistanum.

Carlos Vela hefur verið sjóðandi heitur með liði Los Angeles FC í MLS-deildinni á þessu tímabili.

Hinn þrítugi Carlos Vela er kominn með 19 mörk í fyrstu 19 leikjunum og er eins og er með sex marka forskot á toppnum. Næstu menn eru með 13 mörk og þar má meðal annars finna Zlatan Ibrahimovic. Wayne Rooney er með tíu mörk í fimmta sætið.

Carlos Vela er líka að spila upp félaga sína því hann hefur auk markanna nítján gefið tólf stoðsendingar í þessum nítján leikjum. Vela er einnig með flestar stoðsendingar í deildinni en deilir því sæti með Maximiliano Moralez hjá New York City.

Carlos Vela, sem á að baki 72 leiki með landsliði Mexíkó, lék með Arsenal frá 2005 til 2012 en var fimm sinnum lánaður til annars liðs. Hann skoraði 3 mörk í 29 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessum sjö árum sínum hjá félaginu.

Hann spilaði með Real Sociedad í fimm ár eftir að hann yfirgaf endanlega Arsenal en fór síðan til Bandaríkjanna árið 2017.

Carlos Vela skoraði 14 mörk og 13 stoðsendingar í 29 leikjum á fyrsta tímabili sínu í MLS-deildinni og hefur þegar bætt sitt persónulega markamet og gott betur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.