Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:01 Evelyn Hernández (t.h.) í dómsal í Delgado-borg utan við höfuðborgina San Salvador. Vísir/AP Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández. El Salvador Þungunarrof Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Kona frá El Salvador lýsti sig saklausa af manndrápi þegar réttarhöld hófust yfir henni í annað sinn í gær. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir þungunarrof eftir að hún fæddi barn sem hún sagði að hefði komið andvana í heiminn. Þungunarrofslög í El Salvador er á meðal þeirra ströngustu í heimi. Evelyn Hernández, sem er 21 árs gömul, hafði afplánað þrjú ár af þrjátíu ára fangelsisdóminum þegar henni var sleppt úr haldi í febrúar. Þá hafði hæstiréttur landsins úrskurðað að réttað skyldi aftur í máli hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar fullyrða að Hernández hafi vísvitandi eytt fóstri sínu og vísa til þess að hún hafi aldrei farið í mæðraskoðun. Fóstrið var 32 vikna gamalt en réttarmeinafræðingar gátu ekki úrskurðað hvort það hafi gefið upp öndina í móðurkviði eða utan hans. Sjálf segist hún ekki hafa vitað að hún væri með barni og að það hafi verið andvana fætt á kamri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við upphaflegu réttarhöldin sagði Hernández að henni hafi ítrekað verið nauðgað en að hún hafi verið of óttaslegin til að kæra. Þungunarrof er bannað undir öllum kringumstæðum í El Salvador. Tugir kvenna sem segjast hafa misst fóstur eða fætt andvana börn hafa verið dæmdar í fangelsi. Oft er um að ræða fátækar og ungar konur sem hafa í mörgum tilfellum verið fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Það sem Evelyn gengur í gegnum er martröð margra kvenna í El Salvador,“ segir Elizabeth Deras, lögmaður Hernández.
El Salvador Þungunarrof Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira