Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 06:07 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“