Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:39 Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00