Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2019 20:00 Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira