Fótbolti

Gömlu Ajax-félagarnir reknir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kluivert og Seedorf eru komnir í atvinnuleit.
Kluivert og Seedorf eru komnir í atvinnuleit. vísir/getty

Clarence Seedorf og Patrick Kluivert, fyrrverandi samherjar hjá Ajax og hollenska landsliðinu, hefur verið sagt upp störfum sem landsliðsþjálfarar Kamerún.

Uppsögnin kemur í kjölfar lélegs árangurs á Afríkumótinu þar sem Kamerún féll úr leik fyrir Nígeríu í 16-liða úrslitum. Kamerún átti titil að verja.

Seedorf var ráðinn þjálfari kamerúnska landsliðsins í ágúst í fyrra. Kluivert var honum til aðstoðar.

Þeir stýrðu Kamerún í 13 leikjum. Aðrir fjórir þeirra unnust, fimm enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.

Seedorf hefur ekki verið jafn farsæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður. Hann stýrði áður AC Milan, Shenzhen í Kína og Deportivo La Coruna í stuttan tíma.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.