Fótbolti

Strákarnir hans Heimis hleyptu spennu í einvígið gegn HJK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir er á sínu öðru tímabili með HB.
Heimir er á sínu öðru tímabili með HB. vísir/vilhelm
Færeyjameistarar HB gerðu 2-2 jafntefli við HJK í Þórshöfn í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Jafnteflið dugði strákunum hans Heimis Guðjónssonar skammt því þeir töpuðu fyrri leiknum í Helsinki, 3-0. Finnsku meistararnir unnu því einvígið, 5-2 samanlagt, og mæta annað hvort Suduva frá Litháen eða Rauðu Stjörnunni frá Serbíu í næstu umferð.HB komst í 2-0 í leiknum í kvöld og þurfti þá aðeins eitt mark til að jafna einvígið. Það kom hins vegar ekki og gestirnir jöfnuðu með tveimur mörkum.Sebastian Pingel kom HB yfir á 17. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 56. mínútu skoraði Lasse Andersen annað mark heimamanna eftir sendingu frá Símun Samuelsson, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur.Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði varamaðurinn Riku Riski muninn í 2-1 og einvíginu því nánast lokið. Hann skoraði svo annað mark á 77. mínútu og jafnaði í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins.Brynjar Hlöðversson kom inn á sem varamaður hjá HB eftir að Riski skoraði sitt annað mark.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.