Fótbolti

PSG kaupir varnarmann frá Dortmund

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kominn heim til Frakklands
Kominn heim til Frakklands vísir/getty

Franska stórveldið PSG hefur gengið frá kaupum á franska varnarmanninum Abdou Diallo sem kemur til félagsins eftir aðeins eins árs veru hjá Borussia Dortmund í þýska boltanum.

PSG borgar 32 milljónir evra fyrir þennan 23 ára gamla miðvörð en hann gerir fimm ára samning við félagið.

Diallo á landsleiki að baki fyrir öll yngri landslið Frakklands og var í þokkalega stóru hlutverki hjá Dortmund á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 22 leiki í þýsku Bundesligunni eftir að hafa komið frá Mainz fyrir 27 milljónir evra síðasta sumar.

Parísarliðið hefur verið nokkuð rólegt á leikmannamarkaðnum hingað til. Pedro Sarabia er kominn frá Sevilla fyrir 18 milljónir evra og þá náði PSG að klófesta Ander Herrera sem var samningslaus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.